Tugþúsundir í miðborginni

mbl.is/Júlíus

Skv. upplýsingum lögreglu höfuðborgarsvæðisins eru á bilinu 30 - 40.000 manns í miðborginni til að taka þátt í hátíðarhöldum Hinsegin daga, sem nú eru haldnir í 10. sinn. Gleðigangan niður Laugaveg hófst kl. 14 og að sögn lögreglu hefur allt farið vel fram.

Lækjargötu verður lokað fram eftir degi vegna hátíðarhaldanna. Að sögn lögreglu verður reynt að halda öðrum lokunum í lágmarki og því ættu viðskiptavinir verslana og þjónustufyrirtækja við Laugaveg og Bankastræti að komast leiðar sinnar.

Sem fyrr beinir lögreglan þeim tilmælum til fólks að það noti bílastæði í nágrenni miðborgarinnar. Sömuleiðis er bent á bílastæðahús að ógleymdum strætó en hann er ávallt upplagt að taka. Þeir sem leggja ökutækjum sínum næst gönguleiðinni mega búast við einhverjum umferðartöfum.

Mikið fjör er í miðborginni þar sem Hinsegin dagar eru …
Mikið fjör er í miðborginni þar sem Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert