Samfylkingin hafnaði nýjum Reykjavíkurlista

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins mbl.is/Golli

Í upphafi samstarfs Framsóknar, Vinstri grænna og Samfylkingar í borgarstjórn í byrjun ársins barst það í tal hvort flokkarnir ættu að mynda nýjan Reykjavíkurlista. „Samfylkingin hafnaði því,“ segir Óskar Bergsson. „Samfylkingin var hinsvegar með þær hugmyndir að flokkarnir gengju bundnir til kosninga, hver undir sínu merki. Fyrir Framsóknarflokkinn var það algjörlega óaðgengileg hugmynd og síðan hafa þessar hugmyndir ekki verið viðraðar í minnihlutanum. Þannig að Samfylkingin hafnaði því að endurvekja Reykjavíkurlistann.“

Færðist í aukana

Þegar Ólafur F. Magnússon varð borgarstjóri segist Óskar hafa talið að besta leiðin til að fella meirihlutann væri að minnihlutaflokkarnir sýndu að þeir væru tilbúnir að taka við stjórn borgarinnar „þegar“ Ólafur færi frá. „Þróunin hefur hinsvegar orðið sú að Ólafur hefur færst allur í aukana á þeim tíma sem liðinn er og því fjaraði út það markmið Tjarnarkvartettsins að bíða eftir völdunum,“ segir hann.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert