Bakarí sektuð vegna óviðunandi verðmerkinga

Neytendastofa hefur sektað níu bakarí fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar. Sektirnar eru 100 og 200 þúsund krónur.

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í bakaríum dagana 19. – 24. júní sl. Í kjölfar könnunarinnar var 13 bakaríum send tilmæli þess efnis að koma verðmerkingum í viðunandi horf.

Dagana 1. og 5. ágúst sl. fylgdi Neytendastofa könnuninni eftir og leiddi sú könnun í ljós að níu af þeim 13 bakaríum sem send voru tilmæli stofnunarinnar höfðu ekki farið að þeim.

Bakaríin, sem nú fá stjórnvaldssektir, eru Gamla góða bakaríið Borgarholtsbraut, sem rekið er af Bettís ehf., Hjá Jóa Fel Smáralind, Hjá Jóa Fel Holtagörðum, Kornið Bíldshöfða, Kornið Borgartúni, Kornið Ögurhvarfi, Odd bakara Grensásvegi, Sveinsbakarí Engihjalla og Sveinsbakarí Arnarbakka.

Fram kemur á vef Neytendastofu, að í öllum bakaríunum hafi vörur í kæli verið óverðmerktar og í tveimur bakaríum var verðmerkingum í borði mjög ábótavant.

Neytendastofa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert