Menningarnótt sett

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, setur Menningarnóttina.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, setur Menningarnóttina. Mbl.is/Golli

Borgarstjóri Reykjavíkur, Hanna Birna Kristjánsdóttir, setti þrettándu Menningarnótt Reykjavíkur klukkan 13 á Óðinstorgi. Yfir fjögur hundruð viðburðir eru í boði í borginni í dag.

Að lokinni setningu frumflutti  Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og borgarlistamaður, Menningarnæturljóð.

Færeyska söngkonan Sölva Ford söng nokkur lög ásamt Björgvini Gíslasyni gítarleikara.

Liðlega fjögur hundruð viðburðir eru í boði frá hádegi til miðnættis í dag - frá Miklatúni að Háskólatorgi. 

Viðburðir eru af margs konar tagi: tónlist, leiklist, dans og hönnun.

Dagskrárrit Menningarnætur má finna víðsvegar í miðborginni en dagskráin er einnig á heimasíðu hátíðarinnar, menningarnott.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert