Hert eftirlit með bifreiðum á gangstéttum

Svona var útlits á Ránargötu í gærmorgun.
Svona var útlits á Ránargötu í gærmorgun. mynd/Oddur

Bílstjórar í Reykjavík hafa lagt undir sig margar gangstéttar sem börn þurfa að nota til að komast til og frá skóla. Þeir nota gangstéttar eins og bílastæði og gangandi börn þurfa að hörfa út á götu. Stöðuverðir Reykjavíkurborgar munu fylgjast sérlega vel með þessum götum næstu daga og skrifa stöðubrotsmiða.

Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur hefur hvatt alla borgarbúa sem geta til að ganga, hjóla eða fara með strætó í vinnu og skóla. Það hefur einnig hvatt foreldra ungra barna til þess að ganga með börnum sínum í skólann. Börn í Þingholtunum og Vesturbænum hafa á leið til og frá skóla aftur á móti rekið sig á að bifreiðum þekja gangstéttir og þau hafa því þurft að leggja sig í hættu með því að stíga út á götu.

Á heimasíðu umhverfissviðs er haft eftir Kolbrúnu Jónatansdóttur, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, að stöðuverðir standi vaktina næstu daga við þær götur sem þessi brot eigi sér oftast stað. Hún segir að sérstaklega verði fylgst með Bárugötu, Ránargötu og Garðastræti í gamla Vesturbænum, og nokkrum götum í Þingholtunum eins og Óðinsgötu og Þórsgötu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert