Viðræðum hætt við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun

Hólavað 1-11
Hólavað 1-11 mbl.is/Frikki

Samningaviðræðum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi hefur verið slitið. 

Í kjölfar yfirlýsingar sem Velferðarsviði Reykjavíkurborgar barst frá Heilsuverndarstöðinni/Alhjúkrun í dag samþykkti velferðarráð samhljóða tillögu meirihluta velferðarráðs þar sem lagt er til að viðræðum verði hætt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.  

Í yfirlýsingunni kom fram að Heilsuverndarstöðin/Alhjúkrun geti ekki staðfest að húsnæðið að Hólavaði 1-11 sé fyrir hendi.

Sviðsstjóra Velferðarsviðs hefur verið falið að skoða málið frá grunni, þar með talið að ræða á ný við þá fjóra aðila sem sóttust eftir samstarfi og koma með tillögu til velferðarráðs í kjölfar þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert