Tveir íslenskir fjallgöngumenn fóru á Matterhorn

Hópurinn sem gekk á Mont Blanc
Hópurinn sem gekk á Mont Blanc mbl.is

Tveir íslenskir fjallgöngumenn, Árni Þór Lárusson og Arnar Ingi Guðmundsson, komust á tind Matterhorns í Ölpunum í dag og eru nú á niðurleið. Matterhorn er 4.478 metra hátt. Árni og Arnar gengu á Mond Blanc, ásamt þremur félögum sínum, á sunnudaginn var.

Þetta var önnur tilraun fjallgöngumannanna, sem eru í Hjálparsveit skáta í Reykjavík, til að komast á Matterhorn. Er þeir reyndu í gær villtust þeir af leið, að því er fram kemur í færslu eins þeirra, Ásbjörns Hagalín Péturssonar, á vef HSSR.

Auk Árna, Arnars og Ásbjörns eru í hópnum Daníel Guðmundsson og Trausti Björn Ingvarsson. Þeir eru á aldrinum 19-26 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert