„Enda erum við hörkutól“

Ásdís Ásgeirsdóttir

Fjögur börn komu í heiminn á fæðingadeild Landspítalans í nótt, en í gær fæddust þar alls 17 börn. Ekki þurfti í nótt að fá undanþágu fyrir ljósmæður, sem eru í verkfalli. „Enda erum við hörkutól og getum brett upp ermar hér, eins og við höfum gert í áratugi,“ sagði Björg Pálsdóttir ljósmóðir.

Sagði hún ennfremur að svo hafi viljað til að liðsauki var á deildinni í nótt, tveir ljósmóðurnemar frá Noregi og Danmörku, auk íslensks læknanema á fjórða ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert