Grænland vinsæll áfangastaður

Stöðugur vöxtur virðist vera í Grænlandsflugi um þessar mundir. Flugfélag Íslands bætti nýverið við sig fimmta áfangastaðnum á Grænlandi og flýgur nú til allra landsfjórðunga.

Áður var flogið til Kulusuk, Narsassuaq, Nuuk og Constable Point. Við bætist hins vegar Ilulissat, sem er einn vinsælasti ferðamannastaður á Grænlandi. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að á fáum stöðum þyki jafnmikilfenglegt að skoða jökul brotna í sjó fram. Um 4.500 manns búa við Diskoflóa og er fjörðurinn á heimsminjalista UNESCO.

Að sögn Inga Þórs Guðmundssonar, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands, er ætlunin að fljúga til Ilulissat í tvo mánuði á ári, júlí og ágúst. Flogið verður á DASH-8 flugvél frá Keflavík tvisvar í viku. Þessir mánuðir eru hápunktur ferðamannatímans og ferðast um 35.000 manns þangað á þeim tíma að öllu jöfnu. Íslandsflug ætlar sér hluta af þeirri köku og stefnir á að bjóða upp á 1.000 sæti þangað á næsta ári. Ingi Þór segir flesta þá, sem fara til Ilulissat, vera Evrópubúa en einnig fjölgi ferðalöngum frá Ameríku og Asíu.

Jafnframt þessu verður ferðum til Nuuk fjölgað úr þremur í fjórar á viku. Frá Keflavík verður því yfir hásumarið flogið sex sinnum í viku til vesturstrandar Grænlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert