Vilja flóttamenn í varðhald

Fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum vill að komið verði upp lokuðum flóttamannabúðum eða flóttamenn verði settir í gæsluvarðhald á meðan mál þeirra séu skoðuð.  Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis komst að svipaðri niðurstöðu í áliti sínu um breytingar á útlendingalögum í vor.  

Fimm útlendingar, frá Pakistan, Erítreu, Angóla, Kína og Indlandi sitja nú í fangelsi í Keflavík eftir að hafa verið teknir með fölsuð vegabréf á leið sinni til Kanada. Refsing við slíku er vanalega um 30 til 40 daga fangelsi. Óski útlendingar hinsvegar eftir hæli við handtökuna er þeim sleppt lausum og þeir fá að dvelja í Njarðvík í umsjá Félagsþjónustu Reykjanesbæjar.

Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi lögreglustjórans, segir að vissulega geti það verið neyðarréttur og hluti þess að vera flóttamaður að ferðast um með fölsuð vegabréf. Svona mál séu alltaf erfið þar sem margir eigi afar bágt. Svo séu líka dæmi um annað. Hér hafi dvalið franskur ríkisborgari í talsverðan tíma á meðan mál hans voru til meðferðar í kerfinu og maður sem var eftirlýstur fyrir morð í Grikklandi sömuleiðis. Lögregla og íbúar í bæjarfélaginu hafi áhyggjur af því  þegar slíkir menn gangi lausir  bænum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert