Talsmaður neytenda ávítar ljósmyndastofu

Talsmaður neytenda hefur sent fyrirtækinu Pix-myndum tilmæli um að láta þegar af neikvæðri samningsgerð sem felst í því að líta á þögn sem samþykki. Farið er fram á að tryggt verði að frá og með yfirstandandi skólaári verði aðeins þeir krafðir um greiðslu sem pantað hafa skólamyndir.

Á heimasíðu talsmanns neytenda segir, að fyrirtækið Pix-myndir hafi lengi selt skólamyndir til forráðamanna skólabarna. Margar kvartanir hafi borist frá þeim, sem ekki hafa óskað eftir ljósmyndum og séu ekki sáttir við að þurfa að afpanta myndir sérstaklega - og jafnvel senda þær til baka í kjölfar þess að ekki var brugðist við heimsendum miðum um afpöntun.

Talsmaður neytenda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert