Mikið framboð er af flugtengdu námi

Sunneva Guðmundsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir og Ásta Björk Harðardóttir eru ánægðar …
Sunneva Guðmundsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir og Ásta Björk Harðardóttir eru ánægðar í flugfreyjunáminu hjá Keili. mbl.is/Helgi Bjarnason

Mikið framboð er af flugtengdu námi hér á landi. Nýr samgönguskóli hefur starfsemi og þeir sem fyrir eru bæta við sig. Samkeppni er um nám og nema. Þetta gerist á sama tíma og fréttir berast af samdrætti í atvinnugreininni og uppsögnum flugliða.

„Flugið er ein af mikilvægustu atvinnugreinum landsins. Það er ekki að sjá í skólakerfinu. Flugið hefur verið þar hornreka,“ segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri samgöngu- og öryggisskóla Keilis sem er að hefja sig til flugs á Keflavíkurflugvelli. Keilir setti stefnuna fljótt á flugið þegar menntastofnunin tók til starfa enda er hún með starfsemi við alþjóðaflugvöll landsins. Hugmyndin var að safna undir eina regnhlíf öllu flugtengdu námi, koma upp „flugakademíu“, og opna leiðir inn í skólakerfið.

Fyrir er nám af ýmsu tagi. Nokkrir flugskólar eru starfandi. Sá stærsti þeirra, Flugskóli Íslands, er nú hluti af Tækniskólanum, og hann hefur verið að færa út kvíarnar og náð frumkvæðinu á fleiri sviðum. Menntaskólinn í Kópavogi er með ferðamálanám og hefur starfrækt flugþjónustubraut í sjö ár. Þar eru að verða breytingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert