Grímsvötn í brennidepli

Eldvirkni og jarðhiti hafa aukist í Grímsvötnum á undanförnum árum.
Eldvirkni og jarðhiti hafa aukist í Grímsvötnum á undanförnum árum. Rax / Ragnar Axelsson

Grímsvötn verða í brennidepli á haustfundi Jöklarannsóknafélags Íslands. Þar hefur jarðhiti stóraukist á undanförnum árum samfara aukinni eldvirkni. Nýir sigkatlar hafa myndast, bergveggir komið undan ís og leiðir sem áður voru greiðar eru nú með öllu ófærar. Magnús Tumi guðmundsson prófessor mun sýna myndir af þessum breytingum, að því er fram kemur í fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins.

Björn Oddsson jarðfræðingur mun halda erindi um Grímsvatnagosið 2004 á haustfundinum. Yfirskrift erindisins er: Gjóska, útbreiðsla og upphleðsla í Grímsvötnum. Gosið í nóvember 2004 stóð stutt en gjóskan úr því barst yfir afmarkað svæði á Vatnajökli. Þess vegna var hægt að safna gjósku með skipulegum hætti og meta heildarmagn hennar. Þessar nákvæmu mælingar varpa nýju ljósi á hegðun Grímsvatnagosa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert