Ari Edwald: Stjórnvöld gegn einkafjölmiðlum

Ari Edwald, forstjóri 365 hf.
Ari Edwald, forstjóri 365 hf. mbl.is/Sverrir

„Það er engu líkara en að stjórnvöld hafi markað sér þá stefnu að útrýma einkareknum fjölmiðlafyrirtækjum,“ segir Ari Edwald framkvæmdastjóri 365 miðla. Hann telur að þátttaka Ríkisútvarpsins ohf. á auglýsingamarkaði spilli fyrir rekstri einkarekinna fjölmiðla sem stendur heldur höllum fótum.

„Ég tel að einkarekin fjölmiðlafyrirtæki hafi reynt á undanförnum misserum að gera allt sem í þeirra í valdi stendur til að vekja athygli á þeirri fráleitu samkeppnisstöðu sem stjórnvöld hafa komið á.

Þetta er algjörlega ótæk staða sem er ekki liðin á neinu öðru sviði atvinnulífs í landinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert