Stefnuræða forsætisráðherra flutt í kvöld

Geir H. Haarde flytur stefnuræðu sína í kvöld.
Geir H. Haarde flytur stefnuræðu sína í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað fimmtudaginn 2. október 2008, kl. 19.50.

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 20 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 12 mínútur í fyrstu umferð, í annarri umferð hafa þingflokkarnir 6 mínútur en í þeirri þriðju 5 mínútur hver þingflokkur.

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk verða, auk Geirs,  Ásta Möller   í annarri umferð og Illugi Gunnarsson í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð verða Steingrímur J. Sigfússon í fyrstu umferð, í annarri Katrín Jakobsdóttir og í þriðju umferð Atli Gíslason.

Ræðumenn Samfylkingarinnar verða í fyrstu umferð Jóhanna Sigurðurdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, í annarri og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra í þriðju umferð.

Fyrir Framsóknarflokk tala Guðni Ágústsson, 3. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Valgerður Sverrisdóttir, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, og í þriðju umferð Birkir J. Jónsson, 6. þingmaður Norðausturkjördæmis.

Fyrir Frjálslynda flokkinn tala í fyrstu umferð Guðjón A. Kristjánsson, Jón Magnússon í annarri umferð en í þriðju umferð Grétar Mar Jónsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert