Til Íslands í innkaupaferðir?

Jólainnkaupum í Kringlunni í betri tíð
Jólainnkaupum í Kringlunni í betri tíð mbl.is/Sverrir

Hugsanlegt er gengishrun íslensku krónunnar muni gera það að verkum að útlendingar komi sérstaklega til Íslands til að gera hér jólainnkaup, samkvæmt því sem fram kemur Jyllands-Posten.

Í grein blaðsins er vísað í grein í blaðinu Financial Timesþar sem segir að undanfarin ár hafi Íslendingar flykkst til Kaupmannahafnar, London og Óslóar til að gera jólainnkaup en að gengishrun krónunnar muni hugsanlega snúa þessu við. Þá segir þar að greinilega hafi mátt sjá merki efnahagsþrenginganna í næturlífi Reykjavíkur um síðustu helgi þar sem fjöldi borða á vinsælustu stöðunum hafi staðið auð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert