Framsókn vill faglega ráðningu í stöðu Seðlabankastjóra

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp á Alþingi með það að markmiði að faglega verði staðið að ráðningu Seðlabankastjóra. Lagt er til að auglýst verði opinberlega eftir umsóknum um stöðu Seðlabankastjóra og að þeir skuli hafa háskólamenntun, reynslu og þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum.

Í frumvarpinu er líka kveðið á um að fundargerðir vaxtaákvarðanafunda bankastjórnar Seðlabankans skuli birtar opinberlega og gerð grein fyrir forsendum ákvörðunar um hækkun eða lækkun stýrivaxta og þeim markmiðum sem eigi að nást með því.

„Verulegu máli skiptir fyrir trúverðugleika og ímynd bankans hvernig staðið er að skipan seðlabankastjóra. Það má engum blandast hugur um að þeir sem eru skipaðir í embætti séu ekki aðeins hæfir til að gegna því heldur séu þeir hæfastir í hópi þeirra sem völ er á. Trúverðugleiki hvers seðlabanka er honum afar mikilvægur. Því má enginn vafi leika á því að Seðlabankinn sé sjálfstæður og starfi á faglegum forsendum,“ segir í greinargerð með frumvarpinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert