Friðarsúlan á frímerki

Frímerkið með friðarsúlunni í Viðey
Frímerkið með friðarsúlunni í Viðey

Ljós Friðarsúlunnar í Viðey verður tendrað í dag að viðstaddri listakonunni Yoko Ono. Íslandspóstur hf. gefur út frímerki í dag tileinkað Friðarsúlunni og þeim friðarboðskap sem hún er tákn um.

Útilistaverkið var reist í Viðey í Kollafirði á síðasta ári til að heiðra minningu John Lennons sem var myrtur í New York 8. desember 1980.

Ljós Friðarsúlunnar lýsir fram til dánardægurs hans en hún verður síðan tendruð aftur á gamlársdag og logar þá fram á þrettándann. Hún verður einnig tendruð í eina viku í kringum jafndægur á vori og jafnframt verður mögulegt með sérstöku samkomulagi Reykjavíkurborgar og listakonunnar að kveikja á henni utan ofangreindra tímabila.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert