Hætt við þátttöku í kosningaeftirliti

Reuters

Hætt hefur verið við þátttöku Íslands í eftirliti vegna kosninga sem fram fara í Azerbaídsjan í næstu viku. Ástæðan er sú, að ekki reyndist hægt að tryggja að íslensku eftirlitsmennirnir, sem áttu að fara, gætu fengið nógu mikið af evrum til að greiða gistingu og annan kostnað.

Þrír Íslendingar áttu að taka þátt í kosningaeftirlitinu, sem er á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), og samkvæmt viðmiði stofnunarinnar þurfa eftirlitsmenn að hafa með sér talsverða fjárhæð í evrum til að greiða fyrir gistingu, ferðir innanlands o.fl.

Kosningarnar verða í næstu viku, og hefðu eftirlitsmennirnir þurft að leggja af stað í dag til að geta fengið nægan undirbúning fyrir eftirlitið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert