Lífverðir gæta Geirs

Geir Haarde forsætisráðherra er um þessar mundir með tvo lífverði úr sérsveit ríkislögreglustjóra sem fylgja honum á ferðum hans. Frumkvæðið að þessari ráðstöfun kom frá ríkislögreglustjóra og var Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra einnig boðin sams konar gæsla sem hann þáði í einn dag en svo ekki meir. Sérsveitarmennirnir sem gæta Geirs eru óeinkennisklæddir en þar fyrir utan eru fleiri sérsveitarmenn sem gæta öryggis í kringum þá staði sem hann fer á, m.a. reglulega blaðamannafundi sem hann kemur fram á með viðskiptaráðherra.

Frá embætti ríkislögreglustjóra fást engar upplýsingar um tilhögun eða eðli þessarar öryggisgæslu.

Fréttir bárust af hótunum í garð starfsfólks Glitnis í byrjun vikunnar en þar hefur ekki verið gerð breyting á öryggismálum. Samkvæmt öryggisstefnu tjá talsmenn Glitnis sig ekki um þau. Már Másson upplýsingastjóri Glitnis segir að almennt sé mikil áhersla lögð á öryggi í fjármálastofnunum. Um það hvort reiðir viðskiptavinir hafi komið að undanförnu segir Már svo ekki vera. Mikið hafi verið um heimsóknir viðskiptavina en hlutirnir hafi gengið mjög vel fyrir sig. „Starfsfólk okkar hefur reynt að aðstoða viðskiptavinina eins vel og mögulegt er,“ segir hann og bætir við að ástandið hafi verið að róast upp á síðkastið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert