Þjóðin eignast fleiri verk

Með yfirtöku ríkisins á Kaupþingi eignaðist íslenska þjóðin enn eitt málverkasafnið. Um er að ræða afar verðmætt safn, sem að stofni til er frá gamla Búnaðarbankanum en stjórnendur Kaupþings hafa markvisst unnið að því að bæta í safnið með kaupum á verkum eftir þekkta myndlistarmenn nútímans.

Í safninu eru um 1200 myndverk sem bætast við þau 1700 verk, sem þjóðin eignaðist eftir yfirtöku ríkisins á Landsbankanum. Sérfræðingur, sem Morgunblaðið talaði við, telur að safn Kaupþings sé jafnvel ennþá verðmætara en safn Landsbankans.

Í safninu er að finna verk eftir alla gömlu meistarana og að auki hafa verið keypt til þess verk eftir menn á borð við Ólaf Elíasson og Hrein Friðfinnsson.

Mörg verkanna hanga á veggjum bankans en önnur eru í öruggri geymslu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert