Jóhanna: Skipbrot nýfrjálshyggjunnar

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Frikki

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, segir þjóðina horfa upp á skipbrot nýfrjálshyggjunnar. Hún segist velta því fyrir sér hvers vegna ekki var gripið til aðgerða til að mynda í húsnæðismálum og fleiri félagslegum þáttum á þeim tíma sem uppsveiflan stóð yfir. Nú þurfi að gera það á erfiðum tímum. Þetta kom fram í máli Jóhönnu í Silfri Egils. 

Hún segir að ýmislegt þurfi að gera hjá Íbúðalánasjóði. Til að mynda að fyrsta afborganir á gengisbundnum lánum bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Það þurfi strax að lögfesta lög um greiðsluaðlögun. Jóhanna segist vita að verðtryggingin sé að fara illa með fólk í dag en hún telji ekki að það sé hægt að afnema hana nú. Frekar verði að aðstoða fólk í gegnum vaxtabætur. 

Jóhanna segir að það verði að lækka yfirdráttarvexti meðal annars með því að lækka stýrivexti. Hún segir að það gangi ekki upp að fólk sé að greiða allt að 26% vexti af lánum. Jóhanna segist hafa miklar áhyggjur af millitekjufólki sem standi frammi fyrir háum afborgunum og jafnvel atvinnuleysi.

Hún segir að fara þurfi fram rannsókn á öllum þeim sviptingum sem átt hafi sér stað að undanförnu. Nú snúist málið hins vegar um að bjarga því sem bjargað verður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert