Ummæli Financial Times borin til baka

Ummæli FT borin til baka af forsætisráðuneytinu.
Ummæli FT borin til baka af forsætisráðuneytinu. mbl.is/Jim Smart

Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér athugasemd vegna skrifa í dálkinum Lex í Financial Times í morgun. Vill ráðuneytið taka fram, að íslenska ríkið hafi ekki lent í vanskilum með afborganir sínar og muni ekki gera það, enda sé ríkissjóður nánast skuldlaus.

Tilkynning forsætisráðuneytisins í heild:

Vegna skrifa í dálkinum Lex í Financial Times í morgun vill forsætisráðuneytið taka eftirfarandi fram:
 
Íslenska ríkið hefur ekki lent í vanskilum með afborganir sínar og mun ekki gera það, enda er ríkissjóður nánast skuldlaus. Íslenska ríkið mun standa við skuldbindingar sínar nú sem áður.
 
Fullyrðingar sem birtust í FT í morgun eiga því ekki við rök að styðjast."

Í dálkinum sagði m.a., að  Ísland bjóði upp á eins  tímabæra skilgreiningu á gjaldþroti og í boði sé. Landið eigi sem stendur nægan gjaldeyrisforða til að standa undir 9 mánaða innflutningi. Að svo búnu bíði löng röð lánadrottna, þar á meðal innlánseigendur án trygginga á borð við 108 breskar bæjar- og sveitarstjórnir, lögregluyfirvöld í London og stærsta kattavinafélag Bretlandseyja.  Sumir, en ekki allir, muni fá peningana sína aftur. Það hljómi kaldranalega en þannig eigi það að vera.

Sjá umræddan dálk í Financial Times í dag.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert