Boðin launalækkun

Í dag og á morgun ræða stjórnendur nýju ríkisbankanna við starfsmenn um nýja samninga sem fela í sér launalækkun. Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsfólks Fjármálafyrirtækja segist ekki hafa séð neina samninga ennþá en verið sé að bjóða öllum nýjan ráðningarsamning.

Athygli hefur vakið að upplýsingar um laun nýju bankastjóranna liggja ekki á lausu. Friðbert segist telja að bankastjórar verði að gefa upp launin eða hið opinbera fyrir þeirra hönd. Hann segist halda að ekki sé verið að bjóða almennum starfsmönnum launalækkanir heldur sérfræðingum og millistjórnendum. Hann kjósi að trúa orðum ráðamanna um að breytingarnar hafi ekki áhrif á kjör almennra starfsmanna, að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert