Unnið að rannsókn á eldsupptökum

Mikinn reyk lagði frá húsinu er slökkvilið og lögregla komu …
Mikinn reyk lagði frá húsinu er slökkvilið og lögregla komu á vettvang. mbl.is/Júlíus

Tæknideild slökkviliðs og lögreglu er að störfum í Vesturbergi 100 í Breiðholti en unnið er að rannsókn á upptökum eldsins sem kviknaði í reiðhjólageymslu á fjórða tímanum  nótt. Ekki hefur fengist staðfest að um íkveikju hafi verið að ræða. Rauði krossinn útvega fjórum íbúum hússins gistingu á gistihúsi en aðrir gátu komið sér í húsaskjól.

Í nótt var talið að flytja þyrfti einn á sjúkrahús vegna reykeitrunar og kom það fram í frétt mbl.is í nótt  en í ljós kom að það þurfti ekki. Því var enginn fluttur á sjúkrahús en slökkviliðið þurfti að aðstoða íbúa við að komast út úr húsinu.

Viðbragðshópur Rauða krossins var kallaður út af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins klukkan 3:42 í nótt vegna bruna í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Reykjavík, að því er segir frá tilkynningu frá Rauða krossinum í morgun.

Sjálfboðaliðar hópsins komu hjólhýsi Rauða krossins á staðinn og gátu íbúarnir dvalið þar meðan á slökkvistarfi og reykræstingu stóð. Ekki var mögulegt fyrir íbúa hússins að snúa heim um nóttina og var þá farið í að finna gistingu handa þeim sem á þurftu að halda. Rauði krossinn útvegaði fjórum íbúum gistingu á gistihúsi en aðrir gátu komið sér í húsaskjól á annan hátt, svo sem hjá ættingjum. Þá tók Rauði krossinn tímabundið að sér hamstur í fóstur fyrir einn íbúann. Aðgerðum lauk klukkan 5.58.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert