Samstarf við Bandaríkin

Árni M. Mathiesen undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf á sviði heilbrigðismála.
Árni M. Mathiesen undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf á sviði heilbrigðismála. Eggert Jóhannesson

Árni M. Mathiessen fjármálaráðherra og og Michael O. Leawitt, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, endurnýjuðu viljayfirlýsingu um samstarf Ísland og Bandaríkjanna á sviði heilbrigðismála fyrir skemmstu.

Árni og Leawitt hittust á ferð fjármálaráðherra í Bandaríkjunum á dögunum og endurnýjuðu viljayfirlýsingu um víðtækt samstarf á heilbrigðissviði. Yfirlýsingin byggist á fyrri viljayfirlýsingu við heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sem gerð var fyrir nokkrum árum.

Er yfirlýsingunni ætla að styrkja samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði heilbrigðismála almennt. Árni skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra. Viðstaddir undirritunina voru auk ráðherrana, Albert Jónsson, sendiherra Íslands í Washington, og Davíð Á. Gunnarsson, sérstakur sendifulltrúi utanríkisráðuneytisins á heilbrigðissviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert