Ekki rétt að boða til kosninga

Geir Haarde
Geir Haarde mbl.is/RAX

Geir H Haarde forsætisráðherra sagði í Kastljóssþætti kvöldsins að hann teldi ekki rétt að boða til kosninga vegna vantrausts á stjórnvöld. „Ég ætla ekki að hlaupa til og boða til kosninga“ sagði Geir og bætti því við að ekki ætti að bæta pólitískri kreppu ofan á þá efnahagslegu kreppu sem við eigum þegar við að etja.

Hann sagði stjórnvöld ekki bera ábyrgð á þeirri heimskreppu sem nú dyndi yfir og þau bæru heldur ekki ábyrgð á því að bankarnir hafi ekki getað fengið endurfjármögnun. Hann samþykkti þó að stjórnvöld bæru einhverja ábyrðg á ástandinu.  „Auðvitað berum við mörg ábyrgð og ég ætla ekki að kasta frá mér ábyrgðinni á því að koma okkur í gegnum þeetta vandræðaástand.“

Geir sagði jafnframt að ekki kæmi til greina að persónugera vandann í þeim þremur mönnum sem nú sitja við stjórn í Seðlabaknanum, þeir myndu ekki víkja af hans völdum á næstunni og sagði Geir að það hefði ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. „Bankinn heyrir undir mig, forsætisráðherra er ráðherra Seðlabankans og ég hef ekki tekið neina slíka ákvörðun og hyggst ekki gera.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert