Bretar óttuðust skort á fiski og frönskum

Bresku bankarnir stöðvuðu greiðslur til íslenskra fiskverkenda.
Bresku bankarnir stöðvuðu greiðslur til íslenskra fiskverkenda. mbl.is/ÞÖK

Í vikunni sem leið sáu bæði breskir fiskverkendur í Grimsby og Hull og eigendur hefðbundinna fiskiveitingastaða fram á hráefnisskort ef ekki tækist að koma greiðslum í gegnum breska bankakerfið til íslenskra útgerða. Á tímabili leit út fyrir skort á þjóðarrétti Breta, fisk og frönskum á norðanverðum Bretlandseyjum.

Á fréttavefnum FISHupdate.com  kemur fram að því hafi verið afstýrt eftir að þingmaður Grimsby Austin Mitchell gekk í málið og útskýrði stöðuna fyrir Englandsbanka.

Ensku bankarnir töldu í kjölfar þess að Gordon Brown lét frysta innistæður Íslenskra banka á Englandi að ekki væri hægt að eiga viðskipti við íslenska banka og ógnaði það viðskiptum með íslenskan fisk.

Í Grimsby eru um 27 þúsund tonn af íslenskum fiski unnin á ári hverju og sagði Steve Norton framkvæmdastjóri samtaka fiskverkenda í Grimsby sagði í viðtali við BBC að störf fiskverkenda og fiskiveitingastaðirnir sömuleiðis verið í hættu vegna þessara vandræða.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert