Mótmæli vekja athygli víða um heim

Reuters-fréttastofan fjallar í dag um mótmæli Íslendinga á vefsíðunni www.indefence.is þar sem undirskriftum er safnað til að mótmæla ósanngjarnri meðferð breskra stjórnvalda á íslenskum almenningi. Reuters ræðir m.a. við þá Ólaf Elíasson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, tvo af aðstandendum síðunnar.

Í dag opnuðu aðstandendur síðunnar símaver í gamla Morgunblaðshúsinu að Aðalstræti 6 þar sem fólk getur komið til að hringja frítt í vini og kunningja erlendis. 

Tæplega 66.000 manns hafa tekið þátt í undirskriftasöfnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert