Útgerðir töpuðu á gengisvörnum

Geir H. Haarde á aðalfundi LÍÚ í dag.
Geir H. Haarde á aðalfundi LÍÚ í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á aðalfundi Landssambands íslenskra útgerðarmanna í dag, að tap útgerðarfélaga vegna framvirkra samninga, sem þau hefðu gert til að tryggja sig gegn gengissveiflum stæði nú í 25-30 milljörðum króna.

Sagði Geir að staðan væri misslæm eftir félögum en þetta væri mál sem þurfi að leysa og verið sé að ræða mögulegar lausnir milli bankanna, útgerðarfélaga og ríkisstjórnarinnar. 

Geir sagði, að sjávarútvegurinn myndi gegna lykilhlutverki í þeirri uppbyggingu, sem nú væri framundan. Hann sagði einnig, að á síðustu vikum hefðu heyrst háværar raddir um að nota ætti tækifærið þegar bankarnir væru komnir undir ríkið, og gjaldfella lán, sem væru með veð í veiðiheimildum, innkalla síðan veiðiheimildirnar og úthluta þeim aftur. Geir sagði að það væri fullkomlega óábyrgt að halda þessu fram og kæmi ekki til greina.

Einnig væri ljóst, að þeir sem urðu fyrir barðinu á niðurskurði aflaheimilda í fyrra  myndu njóta þess þegar veiðiheimildar yrðu auknar á ný og ekki kæmi  til greina að úthluta eftir öðrum reglum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert