Samfylking með langmest fylgi

Þótt meirihluti landsmanna búist ekki við breytingum á atvinnuhorfum sínum er þó uggur í mörgum. Fólk er í óvissu, sumir eru reiðir, aðrir kvíðnir eða dofnir. Afstaða kjósenda til stjórnmálaflokkanna hefur breyst í umróti síðustu vikna. Samfylkingin mælist nú með langmesta fylgið, Vinstri grænir eru tíu prósentustigum neðar og Sjálfstæðisflokkurinn er í þriðja sæti. 

Í ljósi þessa kemur ekki á óvart að rúm 60% vilja ekki bíða eftir kosningum til vorsins 2011. Eitt kosningamálanna er ljóst: Meirihluti vill evru sem gjaldmiðil á Íslandi eða tæp 80%  en 20% eru andvíg því.

Samkvæmt könnun, sem Gallup gerði fyrir Morgunblaðið dagana 27.- 29. október mælist fylgi Samfylkingar 36,9%, en fylgi VG 26,9% og Sjálfstæðisflokks 22,3%. Fylgi Framsóknarflokks mælist 7,8%, Frjálslynda flokksins 4,4% og Íslandshreyfingarinnar 1,5%.

Spurt var: Ef gengið yrði til kosninga í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?" 1200 manns voru í úrtakinu á aldrinum 18-75 ára og var svarhlutfallið tæplega 60% eða 656 manns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert