Forsetakosningar og femínismi

Rætt verður um áhrif forsetaframboðs Hillary Rodham Clinton.
Rætt verður um áhrif forsetaframboðs Hillary Rodham Clinton. AP

Svokallað Nóvemberhitt Femínistafélags Íslands verður haldið klukkan átta á þriðjudagskvöld. Á fundinum, sem fer fram á annarri hæð skemmtistaðarins Sólons, verður fjallað um forsetakosningar í Bandaríkjunum útfrá sjónarmiði femínista.

Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur leiðir umræðurnar, en í tilkynningu femínistafélagsins segir að glerþakið í bandarískum stjórnmálum hafi verið enn sterkara en í Evrópu, af ýmsum ástæðum.

Verður sérstaklega rætt um afleiðingar forkosninganna, það er baráttunnar á milli Hillary Clinton og Barack Obama, á stöðu kvenna í stjórnmálum vestanhafs.

Að loknum fundinum verður haldið á kosningavöku á Grand Hóteli í Sigtúni í boði Bandaríska sendiráðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert