Veðjuðu á veikingu krónunnar

Meðal þess sem komið hefur í ljós við skoðun á efnahagsreikningum bankanna sem nýlega fóru í þrot, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, eru „stórfelldar stöðutökur gegn íslensku krónunni“ eins og heimildarmaður Morgunblaðsins komst að orði. Hann vildi ekki koma fram undir nafni en sagði það hafa komið á óvart hversu háum fjárhæðum fjárfestingafélög, innlend og erlend, hafi verið tilbúin að veðja á að íslenska krónan myndi veikjast.

Flestir samninganna eru milli tveggja aðila á markaði sem bankarnir hafa milligöngu um. Um er að ræða útgáfu afleiðutengdra skuldabréfa, í flestum tilfellum, þar sem ávöxtunin vex eftir því sem krónan veikist.

Heildarupphæð þeirra samninga sem bankarnir höfðu milligöngu um nemur að minnsta kosti 5 til 6 milljörðum dollara, það er 600 til 720 milljörðum króna að núvirði, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Viðskipti sem þessi, þar sem ávöxtun fjár er tengd gengi gjaldmiðla, eru algeng og í fullu samræmi við lög og reglur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur ekkert komið fram sem sanna þykir að fjárfestingafélög, sem veðjuðu á veikingu krónunnar, hafi haft óeðlileg áhrif á gjaldeyrismarkað. Það fer gegn lagaákvæðum sem eiga að verja markaðinn fyrir óeðlilegum áhrifum á hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert