Bogi Nilsson hættir skýrslugerð

Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, sendi fyrr í kvöld frá sér tilkynningu þess efnis að hann hygðist hætta við það verkefni að stýra gerð skýrslu um starfsemi Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, þar sem sér finnist hann ekki lengur njóta nægilegs almenns trausts til að sinna því. 

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari fór þess á leit við Boga um miðjan síðasta mánuð að hann stýrði gerð slíkrar skýrslu og féllst Bogi á það. Var markmiðið einkum að skoða starfsemi viðskiptabankanna þriggja síðustu mánuði áður en bankarnir sigldu í þrot og kanna hvort eitthvað í starfsemi bankanna gefi tilefni til lögreglurannsóknar.

Í tilkynningu sem Bogi sendi frá sér fyrr í kvöld og lesa má í heild sinni hér að neðan kemur fram að nokkurri gagnöflun í málinu sem og undirbúningsvinnu sé þegar lokið. Í framhaldi greinir Bogi frá tillögum sínum til ríkissaksóknara um hvernig hann taldi rétt að standa að athugun á starfsemi bankanna. 

„Þótt ekki liggi fyrir beinar eða skýrar grunsemdir um að refsiverð lögbrot hafi verið framin í starfsemi bankanna er réttlætanlegt og jafnvel sjálfsagt, þótt óvenjulegt sé, að ríkissaksóknari efni til slíkrar frumathugunar sem æðsti handhafi ákæruvalds m.a. vegna þeirra gífurlegu fjármuna sem glatast hafa og hörmulegra afleiðinga bankahrunsins fyrir land og þjóð,“ segir m.a. í bréfi Boga og áfram heldur hann: 

„Umfang tjónsins, eitt út af fyrir sig, vekur grunsemdir um að refsiverð lögbrot hafi verið framin í starfsemi bankanna.  Þá hafa komið fram vísbendingar um margvísleg kross eigna-og eigenda tengsl hjá bönkunum og helstu viðskiptavinum þeirra, sem ástæða er til að kanna rækilega.  Kvittur er um sitthvað misjafnt varðandi peningamarkaðssjóði bankanna; um óeðlileg lán til stjórnenda þeirra og um grunsamlegar ráðstafanir og fjármagnsflutninga skömmu fyrir hrunið svo eitthvað sé nefnt. 
   

Ljóst er að ákæruvaldið hefur ekki á að skipa starfsmönnum sem geta innt af hendi þá sérfræðilegu athugun sem nauðsynlega þarf að framkvæma á þess vegum í bönkunum.  Þá verður að hafa í huga að flest eða öll stærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins hafa með einum eða öðrum hætti tengst eftirliti og endurskoðun á íslensku bönkunum eða helstu viðskiptavinum þeirra. Loks hafa margir íslenskir hagfræðingar og aðrir sérfræðingar á sviði bankamála tjáð sig um bankahrunið í fjölmiðlum. Í raun eru örfáir ef nokkrir hér á landi sem búa yfir sérfræðiþekkingu til að sinna nákvæmri  úttekt á starfsemi bankanna síðustu mánuðina og geta um leið talist óvilhallir og trúverðugir í því starfi,“ skrifar Bogi og bendir á að hann hafi ítrekað í bréfum til ríkissaksóknara bent á nauðsyn þess að leita til erlendra óháðra sérfræðinga sem framkvæmi úttekt á starfsemi bankanna, útibúa þeirra og fyrirtækja í þeirra eigu, tilfærslu eigna, einkum á síðustu mánuðum starfseminnar fyrir grun þeirra.   
 
mbl.is

Innlent »

Fara fram á lögbann á afhendingu gagna

12:11 Fyrirtækið Lagardère Travel Retail, sem rekur fimm veitingastaði á Keflavíkurflugvelli, hefur farið fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setji lögbann á afhendingu Isavia á gögnum í tengslum við forval um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í flugstöðinni árið 2014. Meira »

MAST undirbýr aðgerðir vegna riðu

12:05 Riðuveiki, sem hefur verið staðfest á búi í Svarfaðardal, er fyrsta tilfellið sem greinist á Norðurlandi eystra síðan 2009 en þá greindist riðuveiki á bænum Dæli í Svarfaðardal. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Meira »

Styrkumsóknirnar aldrei áður svo margar

11:31 Miðstöð íslenskra bókmennta bárust 30% fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku í ár en í fyrra.  Meira »

Krafan komin „verulega frá“ 20%

11:25 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir kröfu um 20% launahækkun flugvirkja hjá Icelandair hafa kannski verið lagða fram „á einhverjum tímapunkti fyrir langalöngu“. „Hún hljóðaði einhvers staðar þar um kring en hún er komin verulega frá því,“ segir Óskar Einarsson. Meira »

Þyrla send vegna slasaðs sjómanns

11:10 Þyrla Landhelgisgæslunnar var í nótt send til Vestmannaeyja til að sækja sjómann sem hafði slasast um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið sigldi til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, taldi réttast að flytja manninn til Reykjavíkur. Meira »

Ekki bjartsýnn að verkfallið leysist í bráð

10:55 Miðað við það hvernig verkfall flugvirkja Icelandair hefur þróast er Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, ekki bjartsýnn á að það leysist í bráð. Þetta segir hann í samtali við mbl.is. Verkfall flugvirkjar hófst klukkan sex í gærmorgun og hefur þegar haft áhrif á þúsundir farþega. Meira »

Fluttir á slysadeild með höfuðáverka

10:02 Tveir hafa verið fluttir á slysadeild á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Tíu stiga hiti er á Akureyri og fljúgandi hálka, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Meira »

Sló Sanitu með flöskum og slökkvitæki

10:42 Erlendur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir manndráp á Sanitu Brauna á Hagamel fimmtudaginn 21. september. Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi slegið Sanitu ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum og slökkvitæki sem var tæplega 10 kíló. Meira »

Heyrir í deiluaðilum eftir hádegi

09:49 Magnús Jónsson aðstoðarríkissáttasemjari ætlar að vera í sambandi við deiluaðila í kjaraviðræðum Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair eftir hádegi í dag vegna áframhaldandi fundahalda. Meira »

Dæla vatni á Facebook

09:34 Jólasveinninn Hurðaskellir er meðal þeirra jólasveina sem hafa kosið að kaupa gjafir sínar í vefverslun UNICEF, í stað þess að fylgja ráðleggingum jólagjafaráðs jólasveinanna. Meira »

Sveinn Gestur dæmdur í 6 ára fangelsi

09:32 Sveinn Gestur Tryggvason var í dag dæmdur í 6 ára fangelsi í tengslum við dauða Arnars Jónssonar Aspar sem lést eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í Mosfellsdal í júní. Dregst gæsluvarðhald Sveins Gests frá brotadegi frá fangelsisdóminum. Meira »

Alexander og Emilía vinsælust

09:22 Alexander var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja árið 2016 og þar á eftir Aron og Mikael. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Emma og Elísabet. Flestir eiga afmæli 27. ágúst en fæstir á hlaupársdag, jóladag og gamlársdag. Meira »

Leika Mozart við kertaljós í 25. sinn

08:18 Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin.   Meira »

Stuttnefjur stráfelldar við Grænland

07:57 Íslenskar stuttnefjur hafa verið veiddar í stórum stíl við Vestur-Grænland á veturna. Stuttnefja er svartfugl og mjög lík langvíu í útliti, en með styttri gogg eins og nafnið bendir til. Meira »

Flaug eins og herforingi á Stórhöfða

07:37 „Þetta er fallegasti fálki sem ég hef nokkru sinni séð; vel haldinn og fallega hvítur. Var greinilega frelsinu feginn þegar hann blakaði vængjum og stefndi suður á Stórhöfða,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður. Meira »

Dómur í Mosfellsdalsmálinu í dag

08:16 Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni í dag, en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, en ekki manndráp, í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar. Arnar lést í kjölfar árásarinnar sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Mosfellsdal 7. júní. Meira »

Röð byrjuð að myndast á vellinum

07:55 Biðröð er byrjuð að myndast fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar, segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Upp úr viðræðum flugvirkja og Icelandair slitnaði um fjögurleytið í nótt og ekki hefur verið boðað til nýs fundar milli deiluaðila. Meira »

Verulega erfið færð í nótt

06:54 Ökumaður missti bifreið sína út í skurð á Suðurlandsvegi skömmu eftir miðnætti í nótt en mjög erfið færð var víða á Suðurlandi í nótt. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
 
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...