Þorsteinn lætur af starfi rektors í vor

Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri.
Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri hefur ákveðið að láta af embætti næsta vor. Hann tilkynnti þetta á fundi háskólaráðs í morgun og síðan öllum starfsmönnum skólans með tölvupósti í dag, skv. heimildum Morgunblaðsins.

Háskólinn á Akureyri varð tvítugur í fyrra. Þorsteinn er annar rektorinn í sögu skólans. Hann tók við af Haraldi Bessasyni og hefur gegnt starfinu í hálfan annan áratug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert