Druslurnar sendar úr landi

Sveinbjörn Hansson og Dmitri Slobanovizt
Sveinbjörn Hansson og Dmitri Slobanovizt mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er prýðisgóð leið til þess að hreinsa til í bílaflota landsmanna jafnframt því að afla gjaldeyris inn í landið,“ segir Sveinbjörn Hansson, bílasali hjá Bílamarkaðnum við Reykjanesveg í Kópavogi, en þar á bæ hafa menn að undanförnu keypt gamlar bíldruslur af landanum með það fyrir augum að selja þær úr landi til Íraks.

Alls er búið að kaupa um 110 bíla og voru fyrstu 20 bílarnir í gær á leið niður á höfn í gám og úr landi á leið til Hamborgar en þaðan fara bílarnir áfram til Basra í Suður-Írak.

„Bílarnir þurfa bara að vera gangfærir og með bremsur í lagi, en þeir mega vera gamlir og ryðgaðir. Hins vegar vill viðskiptavinur okkar ekki fá ameríska bíla,“ segir Sveinbjörn og tekur fram að staðgreitt sé allt að 50 þúsund fyrir stykkið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert