Tryggvi Þór: Lítið samband

Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson Valdís Þórðardóttir

Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og forstjóri Askar Capital, segir að það hafi verið lítið samband milli hans og seðlabankastjóra og ekki hægt að segja að það hafi verið núningur á milli þeirra. Hann segir að staða Askar Capital sé erfið en fyrirtækið sé ekki á leið í þrot. Þetta kom fram í viðtali við Tryggva Þór í Markaðnum á Stöð 2 í dag.

Hann sagði í viðtalinu að fyrri áhugi á að taka þátt í stjórnmálum sé horfinn og þá sérstaklega nú síðustu vikur. Tryggvi Þór segir að enginn Íslendingur sem er á lífi í dag hafi séð það svartara í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Tryggvi Þór segir að ekki hafi alltaf verið hlustað á ráð hans og hann hafi vitað að sú leið sem var valinn vegna Glitnis, það er að ríkið kæmi inn sem 75% hluthafi með 600 milljónir evra, hefði dómínóáhrif á markaðinn líkt og raunin hafi orðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert