Villtust í þoku

Rjúpnaskyttur á Fljótsdalsheiði óskuðu eftir aðstoð lögreglu á Egilsstöðum í dag til að rata aftur til byggða. Höfðu mennirnir lent í þoku og villst en björguðu sér svo sjálfir úr ógöngunum áður en til aðstoðar lögreglu kom.

Að sögn lögreglu á Egilsstöðum var um „litla eftirgrennslan“ að ræða. „Við vissum alveg hvar þeir voru þannig að við keyrðum í átt til þeirra og ætluðum að leiðbeina þeim til baka. En þeir björguðu sér sjálfir.“

Af þessu tilefni beinir lögregla þeim tilmælum til manna að fara vel búnir til veiða og hafa meðferðist GPS tæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert