Segir Breta hafa yfirtekið ábyrgðir

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson mbl.is/Jim Smart

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs við Háskólann á Bifröst, fjallar um Icesave deiluna og sögusagnir um að Bretar standi í vegi fyrir að Íslendingar fái lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í grein sem birt er í breska blaðinu The Guardian í dag.

Í greininni, sem heitir „Don't isolate Iceland" heldur hann því  ég því fram að ólögleg beiting breska hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum hafi raun orðið til þess að breska ríkisstjórnin hafi tekið yfir allar skuldbindingar Landsbankans í Bretlandi.  

Þá bendir hann á að sé það rétt að breska ríkisstjórnin vinni að því að koma í veg fyrir lánveitingu IMF til Íslands, geti það þvingað íslensk stjórnvöld til að taka evru upp einhliða, sem sé í andstöðu við vilja Evrópusambandsins. 

Eiríkur segir einnig að Íslendingar hafi boðist til að vísa Icesave málinu til Evrópudómstólsins en að svo virðist sem Bretar vilji heldur neyta aflsmunar á alþjóðavettvangi. þá segir hann að kröfur Breta séu þær að hver Íslendingur greiði þrefalda þá upphæð sem hverjum Þjóðverja var gert að greiða í stríðsbætur í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar.   

Hægt er að birta athugasemdir við greinina á The Guardian og gætir mikillar reiði í garð Íslendinga í þeim athugasemdum sem þar hafa verið birtar. Er þar m.a. vísað til þorskastríðsins og þess að íslensk yfirvöld hafi ákveðið að tryggja innistæður Íslendinga en ekki útlendinga.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert