Reiðir þýskum stjórnvöldum

Karl Hans Bellman frá Þýskalandi  lagði 110 þúsund evrur á reikning hjá Kaupthing Edge í Frankfurt. Féð hafði safnast hjá fjölskyldunni  á ellefu árum ætlað fjórum börnum hans. Nú er hann kominn til Íslands til að fá svör og krefja bankann um peningana.  Meira en þrjátíu þúsund sparifjáreigendur áttu inni hjá bankanum.

Hann stofnaði reikning hjá Kaupþingi í lok september. Hann segist hafa viljað leggja sparifé sitt á fjóra reikninga á nafni barnanna en fengið þær upplýsingar að það væri ekki hægt þar sem þau væru ekki fullveðja. Hann hafi farið að leita að nýjum banka með rýmri reglur. Í millitíðinni var bankanum lokað og nú er allt sparifé barnanna frosið inni.

Karl Hans var eini venjulegi sparifjáreigandinn sem var á fundinum með skilanefnd Kaupþings. Hann segir stærri kröfuhafa hafa átt sviðið. Fjöldi sparifjáreigenda frá Evrópu fundar hinsvegar með skilanefndum bankanna næstu daga.

Þegar hann er spurður hvað  Þjóðverjar segi um Ísland þessa dagana, segir hann Íslendinga ekki vera vandamálið heldur peningamennina sem hafi glatað þessu fé og séu að taka ákvarðanir um framtíð fólks fyrir luktum dyrum. Reiði sparifjáreigenda beinist þó mest að þýskum stjornvöldum sem hafi fullvissað fólk um þann fimmta október að féð væri öruggt í bankanum. Einhverjir hafi valið að trúa þeim ekki, hinir sitji eftir með sárt ennið.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert