Munu Íslendingar axla ábyrgð

Skúli Thoroddsen
Skúli Thoroddsen mbl.is/Hafþór

Það að enn hafi ekki náðst samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), bendir til þess að ríkisstjórnin sé tvístígandi í afstöðu sinni. Málið snýst því ekki um hótanir Breta og Hollendinga, eða afstöðu Norðurlandaþjóða, heldur það hvort Íslendingar ætla að axla ábyrgð eða ekki. Það er undir okkur komið. Viljum við það ekki, mun lítið verða eftir af því trausti sem enn lafir og lítil von í samhjálp frá hinu alþjóðlega samfélagi. Lánsumsókn Íslands hjá IMF, liggur óhreyfð þar til séð verður hvert stefnir, skrifar Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins á vef samtakanna. <p>

„Það mun hafa verið seðlabankastjóri sem fyrstur varpaði fram þeirri kenningu að Íslendingum bæri engin skylda til að gangast í ábyrgð vegna innlánsreikninga íslensku bankanna í útlöndum. Það kallaði á reiði Breta. Neyðarlögin staðfestu svo að innistæður á Íslandi væru bara tryggðar og Bretar ærðust. Það sem hér skiptir máli að gera sér grein fyrir, að ekki má mismuna fólki eftir þjóðerni og gildir þá einu hvort útibú bankanna er á Íslandi, Lundúnum eða Amsterdam. Jafnt skal yfir alla ganga, það er sú lögfræði sem gildir, þótt málið snúist reyndar frekar um siðfræði milliríkjaviðskipta og traust. Það er sá vandi sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir.

Annað hvort að taka á sig skuldbindingar gagnavart sparifjáreigendum í útlöndum, axla ábyrgðina af auðmýkt eða berjast áfram með lögfræðina að vopni, hrokann og drambið og borga ekki. 

Samkvæmt óstaðfestum fregnum virðast íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að reyna til þrautar að ná samningum við Bretland og Holland á næstu dögum um hvernig íslenska ríkið muni bæta eigendum innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans skaðann sem við þeim blasir. Þetta er reyndar eina leiðin til að fá lánafyrirgreiðslu frá IMF og öðrum ríkjum, sem er brýnasta verkefni dagsins í dag," skrifar Skúli.  

 En höfum við efni á að axla ábyrgð á innstæðunum í útlöndum?, spyr Skúli í pistli sínum.

„Nei, það höfum við ekki. Fjárhagsbagginn mun þýða landflótta, hrun og áratuga fátækt hér á landi ef við berum hann ein. Við verðum þess vegna að leita aðstoðar og semja okkur út úr vandanum, viðurkenna hin pólitísku mistök undanfarinna ára og mæta örlögum okkar af auðmýkt. Við viljum borga en getum það ekki nema með aðstoð alþjóðasamfélagsins til lengri tíma. Við þurfum neyðaraðstoð og hjálp eru þau skilaboð sem utanríkisráðherra verður að koma á framfæri í útlöndum. Því lengur sem það dregst, mun reiði almennings á Íslandi og í útlöndum magnast. Fólk vill vita hvert stefnir. Við þurfum stefnumörkun og við köllum eftir ábyrgð.

Að þjóðin sé komin á vonarvöl vegna pólitískra mistaka er staðreynd. Traustið á Seðlabankann er löngu horfið og þeir aðrir sem bera ábyrgð á vandanum eru þær eftirlitsstofnanir sem brugðust, fjármáleftirlitið og bankamálaráðuneytið. Það er því eðlilegt að forseti ASÍ kalli eftir ábyrgð fjármála- og bankamálaráðherra, sem brugðust embættisskyldu sinni. Undir það má taka. Þeir áttu eða a.m.k. máttu vita, að útrás bankanna gat endað með ósköpum. Þótt engan hafi grunað að afleiðingarnar yrðu jafn skelfilegar og raun bar vitni, er hin pólitíska og stjórnsýslulega ábyrgð mikil og óumflýjanleg. Hana verða menn að axla. Ekki má heldur gleyma ábyrgð þeirra sem að útrásinni stóðu og mökuðu krókinn á kostnað almennings. Þeirra skuldadagar hljóta og verða að koma," að því er fram kemur á vef Starfsgreinasambandsins.

Vefur Starfsgreinasambandsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ráðþrota, þreytt, sár og reið

17:58 Steinunn Hannesdóttir og maðurinn hennar sitja uppi með einbýlishús sem þau keyptu fyrir þremur árum og kostaði 71 milljón króna. Þau hafa þó aldrei búið þar, en myglusveppur greindist í húsinu eftir undirritun kaupsamnings. Dómstóll hefur þó gert þeim að standa skil á öllum greiðslum. Meira »

Buðu sýrlensku flóttafólki Gullna hringinn

17:56 Sýrlenska flóttafólkið sem komið hefur til Íslands í ár og fyrra var um helgina boðið að skoða Gullna hringinn. Það var ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland sem stóð fyrir ferðinni í samstarfi við Rauða krossinn. Meira »

Loksins stór fiskur á austfirsku miðunum

17:29 Ísfisktogarinn Barði NK kom sneisafullur til Neskaupstaðar í nótt, með 112 tonn, og var uppistaða aflans stór og fallegur þorskur. Að undanförnu hefur einungis fengist smár fiskur á hefðbundnu austfirsku togaramiðunum en nú er þar loksins genginn stór fiskur, að sögn Bjarna Más Hafsteinssonar sem var í fyrsta sinn í skipstjórastól Barða í veiðiferðinni. Meira »

Lögfesting samningsins mikilvægt réttindamál

17:25 Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir ummæli sín þess efnis að stjórnarandstaðan hafi hindrað framgang frumvarps um þjónustu við fatlað fólk vera á misskilningi byggð. Meira »

Öryggismálin ráðherrunum ofarlega í huga

17:07 Norræn samvinna og ýmis alþjóða- og öryggismál voru viðfangsefnin á fyrri degi sumarfundar forsætisráðherra Norðurlandanna sem nú fer fram í Bergen í Noregi. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að mikilvægi baráttunnar gegn hryðjuverkum og öfgasamtökum hafi verið ráðherrunum ofarlega í huga. Meira »

Tómas fékk rautt nef, Ólafur ekki

17:00 Margar af styttum borgarinnar fengu á sig rautt nef í dag þegar Ungmennaráð Unicef gekk um miðbæinn og skellti rauðum nefjum á þær styttur sem eru með nef sem eru innan seilingar. Framtakið var þáttur í átakinu Dagur rauða nefsins sem verður þann 9. júní og er stærsta fjáröflun Unicef á Íslandi. Meira »

Gjaldtaka borgarinnar ólögmæt?

16:23 Færa má sterk rök fyrir því að innheimta Reykjavíkurborgar á svokölluðum innviðagjöldum sé ólögmæt. Þetta kemur fram í minnisblaði sem lögmannsstofan LEX vann fyrir Samtök iðnaðarins og hefur nú verið opinberað. Meira »

Hringdi 271 sinnum á 8 dögum

16:38 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóm um að karlmaður skyldi sæta nálgunarbanni og verði bannað að koma að heimili barnsmóður sinnar eða nálgast hana og vera í innan við 50 metra fjarlægð frá henni. Meira »

Framkvæmdastjóri án þess að muna það

16:13 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða rúmlega 30 milljóna króna sekt til ríkissjóðs fyrir meiriháttarbrot gegn skatta- og bókhaldslögum, sem framkvæmdastjóri einkahlutafélags. Meira »

Einn bíll keyptur síðustu þrjú ár

16:03 Forsætisráðuneytið hefur keypt eina bifreið frá árinu 2014 og var hún keypt að undangengnu útboðsferli hjá Ríkiskaupum. Bifreiðin sem keypt var er af tegundinni Mercedes Benz S 350 Blue Tec Sedan árgerð 2015 og er eldsneytisgjafi hennar dísilolía. Meira »

Malín búin að áfrýja dóminum

15:49 Malín Brand hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hún var dæmd í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundna, fyrir fjárkúgun til Hæstaréttar. Mál hennar er komið á áfrýjunarskrá Hæstaréttar og staðfestir verjandi hennar að hann hafi áfrýjað hennar hlut málsins. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna hnífstungu

15:28 Karlmaður var dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 23. júní, en hann er grunaður um tilraun til manndráps með því að hafa stungið ann­an mann með hníf í höfuðið. Kom til rysk­inga milli mann­anna þegar sá sem varð fyr­ir árás­inni fór ásamt konu að sækja bíl sem kon­an hafði lánað meint­um árás­ar­manni. Meira »

Sólveig bjó til „lítið skrímsli“

15:14 Facebook-hópurinn Keypt í Costco Ísl. Myndir og verð. er orðinn einn stærsti stærsti Facebook-hópur landsins, en í hópnum eru tæplega 62 þúsund meðlimir. Hann er orðinn stærri en Góða systir, sem telur um 51 þúsund meðlimi. Meira »

„Húsbók“ fylgi með seldu húsnæði

14:46 Á ráðstefnu um veggjatítlur og myglusveppi sem var haldin á Nauthól í morgun lagði Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, til að eins konar húsbók fylgdi með hverju húsnæði sem keypt væri þannig að nýir eigendur geti séð þær endurbætur sem hafi verið gerðar á húsnæðinu. Meira »

Veiktist og ók á vegg

14:40 Sendiferðabíll ók á afturhlið bílskúrs í Háaleitishverfi í Reykjavík í hádeginu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fékk bílstjórinn flogakast og missti stjórn á bifreiðinni. Meira »

Brúar „gamli“ Páll bilið í Eyjum?

14:56 Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum afhendir Gullbergið VE um miðjan júlí, en skipið var í vetur selt til Noregs. Hugsanlegt er að fyrirtækið kaupi gamla Pál Pálsson ÍS af Hraðfrystihúsinu - Gunnvöru hf. Meira »

Snældurnar tækifæri en ekki ógn

14:45 Þegar skólar banna hluti sem börn hafa áhuga á verður til gjá á milli nemenda og skólans og þá er nærtækara að nota áhugann til kennslu. Svokallaðar snældur eru ekki ógn heldur tækifæri til að nýta áhuga nemenda til kennslu. Þetta segir Ingvi Hrannar Ómarsson, sem starfar við skólaþróun. Meira »

Hélt að dælan væri biluð

13:55 Klukkan 15.45 í dag eru nákvæmlega 9 ár liðin frá Suðurlandsskjálfta. Skjálftinn mældist 6,1 stig og átti upp­tök sín suðvest­ur af Sel­fossi, skammt frá Ingólfsfjalli. Meira »

Vilborg Arna klífur Everest 2017