Munu Íslendingar axla ábyrgð

Skúli Thoroddsen
Skúli Thoroddsen mbl.is/Hafþór

Það að enn hafi ekki náðst samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), bendir til þess að ríkisstjórnin sé tvístígandi í afstöðu sinni. Málið snýst því ekki um hótanir Breta og Hollendinga, eða afstöðu Norðurlandaþjóða, heldur það hvort Íslendingar ætla að axla ábyrgð eða ekki. Það er undir okkur komið. Viljum við það ekki, mun lítið verða eftir af því trausti sem enn lafir og lítil von í samhjálp frá hinu alþjóðlega samfélagi. Lánsumsókn Íslands hjá IMF, liggur óhreyfð þar til séð verður hvert stefnir, skrifar Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins á vef samtakanna. <p>

„Það mun hafa verið seðlabankastjóri sem fyrstur varpaði fram þeirri kenningu að Íslendingum bæri engin skylda til að gangast í ábyrgð vegna innlánsreikninga íslensku bankanna í útlöndum. Það kallaði á reiði Breta. Neyðarlögin staðfestu svo að innistæður á Íslandi væru bara tryggðar og Bretar ærðust. Það sem hér skiptir máli að gera sér grein fyrir, að ekki má mismuna fólki eftir þjóðerni og gildir þá einu hvort útibú bankanna er á Íslandi, Lundúnum eða Amsterdam. Jafnt skal yfir alla ganga, það er sú lögfræði sem gildir, þótt málið snúist reyndar frekar um siðfræði milliríkjaviðskipta og traust. Það er sá vandi sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir.

Annað hvort að taka á sig skuldbindingar gagnavart sparifjáreigendum í útlöndum, axla ábyrgðina af auðmýkt eða berjast áfram með lögfræðina að vopni, hrokann og drambið og borga ekki. 

Samkvæmt óstaðfestum fregnum virðast íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að reyna til þrautar að ná samningum við Bretland og Holland á næstu dögum um hvernig íslenska ríkið muni bæta eigendum innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans skaðann sem við þeim blasir. Þetta er reyndar eina leiðin til að fá lánafyrirgreiðslu frá IMF og öðrum ríkjum, sem er brýnasta verkefni dagsins í dag," skrifar Skúli.  

 En höfum við efni á að axla ábyrgð á innstæðunum í útlöndum?, spyr Skúli í pistli sínum.

„Nei, það höfum við ekki. Fjárhagsbagginn mun þýða landflótta, hrun og áratuga fátækt hér á landi ef við berum hann ein. Við verðum þess vegna að leita aðstoðar og semja okkur út úr vandanum, viðurkenna hin pólitísku mistök undanfarinna ára og mæta örlögum okkar af auðmýkt. Við viljum borga en getum það ekki nema með aðstoð alþjóðasamfélagsins til lengri tíma. Við þurfum neyðaraðstoð og hjálp eru þau skilaboð sem utanríkisráðherra verður að koma á framfæri í útlöndum. Því lengur sem það dregst, mun reiði almennings á Íslandi og í útlöndum magnast. Fólk vill vita hvert stefnir. Við þurfum stefnumörkun og við köllum eftir ábyrgð.

Að þjóðin sé komin á vonarvöl vegna pólitískra mistaka er staðreynd. Traustið á Seðlabankann er löngu horfið og þeir aðrir sem bera ábyrgð á vandanum eru þær eftirlitsstofnanir sem brugðust, fjármáleftirlitið og bankamálaráðuneytið. Það er því eðlilegt að forseti ASÍ kalli eftir ábyrgð fjármála- og bankamálaráðherra, sem brugðust embættisskyldu sinni. Undir það má taka. Þeir áttu eða a.m.k. máttu vita, að útrás bankanna gat endað með ósköpum. Þótt engan hafi grunað að afleiðingarnar yrðu jafn skelfilegar og raun bar vitni, er hin pólitíska og stjórnsýslulega ábyrgð mikil og óumflýjanleg. Hana verða menn að axla. Ekki má heldur gleyma ábyrgð þeirra sem að útrásinni stóðu og mökuðu krókinn á kostnað almennings. Þeirra skuldadagar hljóta og verða að koma," að því er fram kemur á vef Starfsgreinasambandsins.

Vefur Starfsgreinasambandsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hvetja þingmenn til að samþykkja áfengisfrumvarpið

15:46 Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur ítrekað stuðning sinn við frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á áfengi og fagnar sérstaklega áformum um að heimila auglýsingar á áfengi. Meira »

Gagnrýnir þvottaþjónustu Hjallastefnunnar

15:36 Nocle Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi þvottaþjónustu Hjallastefnunnar í umræðum um störf þingsins á Alþingis í dag. Meira »

Hvaða áhrif hefur þetta á börn?

15:32 „Hvert er frelsið þegar upp er staðið ef það er í formi þess að íþyngjandi sjúkdómar, íþyngjandi álag á allt okkar innviðakerfi er niðurstaðan?“ spurði Bjarkey Olsen, þingmaður VG, í umræðum um áfengisfrumvarpið á Alþingi í dag. Meira »

Fjalla um meint brot þingmanna

15:23 Forsætisnefnd Alþingis hefur skipað þriggja manna ráðgefandi nefnd sem mun taka til meðferðar erindi nefndarinnar um meint brot á siðareglum fyrir alþingismenn. Nefndina skipa Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, sérfræðingur við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Meira »

„Ömurlegt“ ástand í miðbænum

14:55 Framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar BSR segir ástandið í miðbænum hafa verið óvenju slæmt aðfaranótt sunnudags þegar fólk var að bíða eftir leigubílum í ófærðinni eftir að hafa farið út að skemmta sér. Leigubílar töfðust eftir að hafa fest sig og einnig voru þeir lengi að komast á milli staða. Meira »

Skattamálin endurvakin

13:23 Fjögur skattamál sem embætti sérstaks saksóknara ákærði í árið 2013 en hafa verið í bið síðan eru nú komin á dagskrá héraðsdóms. Málin voru sett til hliðar meðan beðið var eftir niðurstöðu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um tvöfalda refsingu fyrir sama mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Meira »

Þúsund lítrar af baunasúpu

12:59 „Þetta er skemmtileg hefð og það er röð út úr dyrum hjá okkur allan daginn,“ segir Guðríður María Jóhannesdóttir hjá Múlakaffi en fjölmargir leggja leið sína þangað til að gæða sér á saltkjöti og baunum í tilefni dagsins. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn stjúpdætrum

13:01 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn tveimur stjúpdætrum sínum þegar þær voru 15 ára. Í ákæru málsins segir að maðurinn hafi í að minnsta kosti fimm skipti áreitt aðra stúlkuna kynferðislega með því að káfa á maga, rassi og brjóstum hennar. Meira »

Mál Borgunar til héraðssaksóknara

12:35 Fjármálaeftirlitið hefur sent vísun til embættis héraðssaksóknara vegna mál sem tengist eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á föstudaginn var greint frá því að FME krefðist viðeigandi úrbóta hjá Borgun eftir að athugasemdir höfðu verið gerðar í 13 tilviku af 16 eftir skoðun FME. Meira »

Hirða sorp á laugardag vegna ófærðar

11:49 Starfsmenn sporhirðu Reykjavíkur eru einum degi á eftir í störfum sínum vegna ófærðarinnar síðustu daga og sjá fram á að þurfa að vinna á laugardaginn til að bæta úr stöðu mála. Meira »

Segja ASÍ fara rangt með

11:40 Leiðrétting Alþingis á mistökum sem urðu þegar breytingar voru gerðar á lögum um almannatrygginga 25. október sl. munu ekki hafa neinar afleiðingar í för með sér fyrir lífeyrisþega, segir á vef velferðarráðuneytisins. Þar er vitnað í yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands frá því í gær. Meira »

Lítur út eins og fljúgandi furðuhlutur

11:28 „Þegar afstaðan milli þín, gervitungslins og sólarinnar verður þannig að gervitunglið verkar eins og spegill sem varpar miklu sólarljósi til jarðar skyndilega sést blossi á himni.“ Þannig útskýrir Sævar Helgi Bragason svokallaðan Iridium-blossa í samtali við mbl.is. Meira »

74% Íslendinga andvíg sölu sterks áfengis í matvöruverslunum

11:26 58% þjóðarinnar eru andvíg því að heimila sölu léttvíns í matvöruverslunum. Um 32% eru því fylgjandi. Andstaðan hefur aukist frá febrúarbyrjun 2016, þegar 52% voru andvíg en 35% fylgjandi sölu léttvíns í matvöruverslunum. Meira »

Fordómar beinast gegn múslimum

08:50 Orðræða á Íslandi sem ber vitni um kynþáttafordóma hefur aukist og hefur á undanförnum árum aðallega beinst að múslimum. Þetta er áhyggjuefni að mati Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi. Evrópuráðið birti í dag skýrslu um kynþáttafordóma á Íslandi. Meira »

Bætir vinnuaðstöðu og eykur öryggi

07:57 Nýr vinnubátur fyrir sjókvíaeldi Arctic Fish í Dýrafirði mun gerbreyta vinnuaðstöðu starfsfólks og auka öryggi við eldið.  Meira »

Óttast áhrifin annarsstaðar

10:22 Heilbrigðisráðherra Noregs, Bent Høie, óttast hvaða áhrif það getur haft á áfengissölu í Noregi ef Alþingi samþykkir að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Á sama tíma og Íslendingar og Finnar ætli að veita meira frelsi í sölu á áfengi þá reyni önnur ríki að draga úr slíku aðgengi. Meira »

Stúlkur beri nafnið Vivian

08:18 Stúlkur mega nú, samkvæmt nýjum úrskurðum mannanafnanefndar sem birtir eru á heimasíðu innanríkisráðuneytisins, heita Lofthildur og Vivian, og eins mega drengir bera nafnið Fannþór. Meira »

Dagsektir lagðar á Útvarp Sögu

07:37 Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hóf síðastliðinn föstudag að leggja dagsektir á Útvarp Sögu að upphæð 75 þúsund krónur fyrir hvern dag sem líður þar til félagið lætur af útsendingum á tíðninni 102,1 MHz. Meira »
Lóð undir smáhýsi
Lóð undir smáhýsi Lítil (100m2+) lóð óskast fyrir 30 fer-metra smáhýsi. Mosfells...
Plexiform og bólstrun sími 6944772
Sæta viðgerðir og bólstrun faratækja,hlífðar áklæði saumað eftir máli . Lagervar...
HANDRIÐ, SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK síðunni okkar. Allskonar útfærslur og efn...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
 
L edda 6017022819 ii
Félagsstarf
? EDDA 6017022819 II Mynd af auglýsi...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, Bin...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Onrs-2017-03 hreinsun á varmaskiptaröru
Tilboð - útboð
ONV 2014/04 / 26.06.2014 ONRS-2017-03/ ...