Framfaraflokkurinn stofnaður á næstu dögum

„Þetta verður lýðræðissinnaður flokkur fyrir fólkið í landinu. við ætlum að hlusta á fólkið í landinu og hjálpa fólkinu í landinu,“ segir Einar Árnason, talsmaður undirbúningsnefndar fyrir stofnun Framfaraflokksins. Einar segir stefnt að stofnfundi á allra næstu dögum og þátttöku í kosningum til Alþingis við fyrsta tækifæri.

„Við fáum vonandi kennitölu í byrjun næstu viku og við erum að klára að safna þeim 300 undirskriftum sem þarf til að fá listabókstaf. Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar og það stoppar varla síminn hjá okkur. Það er greinilega þörf á nýju stjórnmálaafli sem ber hag fólksins í landinu fyrir brjósti,“ segir Einar.

Auk hans hefur Sturla Jónsson, atvinnubílstjóri unnið að stofnun Framfaraflokksins en Sturla varð þjóðþekktur þegar mótmæli atvinnubílstjóra vegna eldsneytiskostnaðar og fleira stóðu sem hæst í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert