RÚV ekki brotið gegn samkeppnislögum

„Ekki verður séð af fyrirliggjandi áliti Samkeppniseftirlitsins að RÚV hafi með háttsemi sinni brotið gegn gildandi samkeppnislögum,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV. Hann segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins verði ekki skilin öðruvísi en svo að stofnunin telji það þjóna almennum samkeppnishagsmunum að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Slíkt gæti þá, að óbreyttu, leitt til þess að sú staða skapist á markaði að einn aðili verði í einstakri yfirburðastöðu á auglýsingamarkaði.

Í áliti Samkeppniseftirlitsins segir að háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði hafi leitt til alvarlegrar takmörkunar á samkeppni. RÚV hafi í ríkum mæli vikið verulega frá birtri gjaldskrá sinni um auglýsingar og vísbendingar séu um skaðleg undirboð, þ.e. að opinbert fé hafi verið notað til þess að niðurgreiða auglýsingastarfsemi. Samkeppni keppinauta sem ekki njóta ríkisstyrkja hafi þannig verið raskað. Þessu vísar útvarpsstjóri RÚV ohf. á bug í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert