Tveir mótmælafundir

Frá mótmælafundi á Austurvelli.
Frá mótmælafundi á Austurvelli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Útifundir verða haldnir bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag, laugardag, vegna efnahagsástandsins í landinu. Í Reykjavík fer fundurinn sem fyrr fram á Austurvelli og munu Andri Snær rithöfundur, Viðar Þorsteinsson heimspekingur og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur taka til máls.

Á Akureyri verður gengin samstöðuganga kl. 15 frá Samkomuhúsinu inn á Ráðhústorg. Tilgangurinn er að bæjarbúar sýni samstöðu og samhug, láti í ljós skoðun sína á ástandinu og láti rödd sína heyrast. Talsmenn göngunnar leggja áherslu á að ekki sé um flokkspólitíska uppákomu að ræða. Einnig er verið að sýna samstöðu með mótmælum sem haldin verða á sama tíma í Reykjavík. Til máls munu taka Valgerður Bjarnadóttir, Hlynur Hallsson, Helgi Vilberg, Óðinn Svan Geirsson og fleiri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert