ESB hefði jafnvel sagt upp EES-samningi við Ísland

Alveg eins hefði mátt búast við því að Evrópusambandið hefði sagt upp  samningnum um Evrópska efnahagssvæðið við Ísland ef Íslendingar hefðu ekki náð samkomulagi um að greiða ábyrgðir vegna Icesave-reikninga. Þetta segir Stefán Geir Þórisson, hæstaréttarlögmaður sem hefur sérhæft sig í Evrópurétti. Enda sé um uppsegjanlegan samning að ræða af hálfu allra samningsaðila.

Að sama skapi hefði íslenska ríkið getað sagt upp samningnum með tólf mánaða fyrirvara ef stjórnvöld hefðu ekki viljað fara að ákvæðum EES-samningsins.  

Að sögn Stefáns Geirs felur EES samningurinn meðal annars það í sér að þau ríki sem undirritað hafa samninginn taka á sig skuldbindingar sem fela í sér að ekki sé um mismunun að ræða á milli EES-ríkja í regluverki EES líkt og því sem gilti um Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Stefán telur að Evrópusambandið hafi haldið fram traustum lögfræðilegum rökum í málinu og að ekki hafi komið til greina af hálfu frammámanna Evrópusambandsins að víkja frá þeim grundvallarsjónarmiðum sem það reisti málflutning sinn á.  
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert