Prammi sigldi í veg fyrir Helgafell

Skip Samskipa, Helgafell, skemmdist lítið þegar það rakst á hollenskan flutningapramma á ánni Nýju Maas í fyrradag og áætlun skipsins hefur ekki raskast af þeim sökum, að sögn Pálma Óla Magnússonar, forstöðumanns millilandasviðs Samskipa.

Nýja Maas er ákaflega fjölfarin siglingaleið enda rennur hún í gegnum risahöfnin í Rotterdam. Helgafell var á leið til hafnar í Rotterdam þegar áreksturinn varð.

Málið er til rannsóknar hjá hollenskum yfirvöldum. Pálmi Óli segir að pramminn hafi verið í hvarfi á bak við skip sem var kyrrstætt, samsíða Helgafellinu, og skipstjóri hans hafi síðan siglt í veg fyrir íslenska flutningaskipið. Enginn hafi meiðst við áreksturinn og skemmdir á Helgafellinu hafi verið minni háttar. Sömu sögu er ekki hægt að segja af prammanum því að hann sökk við bryggju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert