Árásarmenn í skýrslutöku

Mynd úr myndskeiði, sem tekið var af árásinni og birt …
Mynd úr myndskeiði, sem tekið var af árásinni og birt á vefnum í gær. Þar sáust þrír piltar ráðast á fjórða piltinn með höggum og spörkum.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft hendur í hári þriggja unglingspilta sem réðust á jafnaldra sinn með höggum og spörkum í Njarðvík í gær, en atburðurinn tekinn upp á myndband og það síðan sett á netið.  Rannsókn  er hafin og að sögn lögreglu eru piltarnir, auk þolandans, nú í skýrslutöku.

Skýrslutökunni mun væntanlega ljúka í dag og í framhaldinu verður málið skoðað með Barnaverndaryfirvöldum. 

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, fulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir árásina varða við 218. gr. almennra hegningarlaga. Þetta sé það sem kallist sérstaklega hættuleg líkamsárás, enda bæði sparkað í höfuð og baki piltsins. Brot á þeirri lagagrein varðar sektum eða fangelsi allt að þremur árum, en ef brotið er sérstaklega hættulegt getur það varðað fangelsi allt að 16 árum.

Brotaþolinn er talsvert bólginn eftir árásina, en hann slapp hins vegar við alvarleg meiðsl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert