Starfsfólki skurðstofu HSS sagt upp

HSS þarf að ná fram 200 milljón króna sparnaði í …
HSS þarf að ná fram 200 milljón króna sparnaði í sínum rekstri. www.mats.is

Öllu starfsfólki skurðstofunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sagt upp og stofunni lokað til að ná fram sparnaði í rekstri HSS að því er fram kom í fréttum Ríkissjónvarpsins.

Heilbrigðisráðuneytið hefur sent heilbrigðisstofnunum um land allt beiðni um tillögur að 10% sparnaði í rekstri. Þarf HSS því að ná fram 200 milljón króna sparnaði í sínum rekstri.  Yfirmenn HSS telja hins vegar fjárframlög ráðuneytisins ekki hafa haldið í við fólksfjölgun á svæðinu og því hafi þegar hallað á rekstur stofnunarinnar.  

Í fréttatilkynningu sem HSS sendi frá sér í dag kom fram að í september sl. hafi heilbrigðisráðuneytið hafið vinnu sem fólst í úttekt á rekstri HSS. Helstu atriði úr niðurstöðum úttektarinnar hafi fyrir nokkru verið kynntar forstjóra HSS og lagt til að hefja úrbætur þegar í stað. Tillögurnar feli m.a. í sér breytingar á rekstrargrunni fyrir stofnunina vegna fólksfjölgunar á svæðinu, en einnig  því að færa rekstur skurðdeildar út úr HSS til annarra aðila sem sinntu þjónustunni.. Jafnhliða þessu þyrfti að breyta þjónustu fæðingadeildar HSS þannig að allar áhættufæðingar yrðu færðar til Landspítala Háksólasjúkrahúss.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert