Seðlabankinn stjórnar ráðstöfun IMF lánsins

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Golli

Seðlabankinn mun hafa fullkomna stjórn á því hvernig fjármagninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) verður ráðstafað, innan þeirra takmarkana sem sjóðurinn sjálfur setur. Orsakast það af þeirri lagaumgjörð sem Seðlabankinn starfar eftir og hlutverki hans við stjórn peningamála.

Ein jákvæð tíðindi fyrir íslenskan almenning í kjölfar IMF-láns er að liðkað verður fyrir viðskipti með gjaldeyri. „Það má búast við eðlilegri miðlun gjaldeyris í bönkunum til almennings. Það sem fyrst og fremst verður temprað eru stærri fjármagnsflutningar,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild HÍ.

Lánið frá IMF nemur 2,1 milljarði dollara. Á grundvelli samkomulags íslenska ríkisins og IMF verða 827 milljónir dollara til taks nú þegar og afgangurinn í átta jöfnum millifærslum að fjárhæð 155 milljónir dollara hver. Lánið, rúmlega 2,1 milljarður dollara frá IMF og um þrír milljarðar dollara frá teymi þjóða sem ákváðu að lána, fer langleiðina með að mæta þörf ríkisins í endurreisn hagkerfisins og er liður í endurheimtingu trúverðugleika.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert