Starfshópur fylgist með áhrifum atvinnuleysis

Borgarráð hefur samþykkt að skipa starfshóp til að fylgjast með þróun og meta áhrif atvinnuleysis í Reykjavík. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi mun leiða hópinn en hann starfar undir aðgerðarhópi borgarráðs um fjármál borgarinnar.

Fram kemur í greinargerð að atvinnulausum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað næstum um helming á síðustu tveimur mánuðum og í október verið 1,8% af vinnuafli. Viðbúið sé að atvinnuleysi geti orðið meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni miðað við vöxt undanfarinna vikna og mánaða.

Einnig samþykkti borgarráð einróma að sóknaráætlun fyrir Reykjavík yrði undirbúin vegna þeirra verkefna sem borgin stendur frammi fyrir í ljósi efnahagsbreytinga. M.a. verður skipaður starfshópur til að kortleggja tækifæri borgarinnar til nýsköpunar á næstu árum og vinna hugmyndir um hvernig borgin hyggst mæta nýjum áskorunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert